Thursday, August 15, 2013

Forviskufífill

Hissa hvað er það
Hví svo máttvana ef mátt skyldi þyrsta
Hvenær kom sú þrá er þú sást þá
vonina birtast þér
þér og öllu hinu

Máttur er ferð ef þig skyldi þyrsta
Fló er lón í æðaeggjavarpi hvar sem nú er
Forviskufífil þú skalt finna við fjallsrætur arnar
6 leggja leið skaltu ganga á jafnmörgum stundum
Treysta því er á þig er lagt

Forvisku þarftu til að finna
Að þráin er þín í hjartanu ein
forviskan kallar til sinna
er jafnlangra dægra þú biður til mín
muntu mig finna

Þráin ó ástarþráin er vandað þval í forvisku heima minna
Þvölin er þrá
Þráin er vit

 Viskukornið er hafið
Þú ert allt sem er og verið hefur
Að eilífu ást

Veraldarvakning er hafin
Vitund okkar færist þéttofnar
Sameiningin
Sameinar hjartabrotin í eitt
Sundrungin er farin
Við fléttumst öll í eitt
Við erum ást