Thursday, December 27, 2012

21.12.2012 hugleiðingar


Á vetrarsólstöðum síðastliðinn föstudag 21.12.2012 heyrðu margir talað um heimsenda, sumir í fyrsta skipti en aðrir voru meðvitaðir að þessi dagur væri að fara að renna upp, margir höfðu hugleitt vikum, mánuðum, árum, áratugum saman, meðal annars fyrir þessum degi

Allir sem kynna sér söguna á bakvið þennan merkisdag, munu uppgötva ákveðinn sannleika um heiminn eins og við sjáum hann í dag

En til að gera langa sögu stutta, bæði fyrir þá sem ekki hafa "tíma" fyrir að lesa mikið eða horfa á heimildamyndir (en samt.. endilega reynið að gefa ykkur tíma fyrir það) þá gerðist þetta sl 21.12.2012 : þetta var endir á 25.920 ára hringferðalags jarðarinnar í ákveðnum spíral, með öðrum orðum; jörðin var að ljúka sinni eigin hringferð. Það tímabil sem við vorum í var öld Fiskanna og á þeirri öld komu fram margiri meistarar, kallaðir guð, en þar sem meistararnir birtust fólki um allan heim og af þeim sökum að til eru mismunandi menningarheimar og mismunandi trúarbrögð, þá komu allar þjóðir með sína eigin skilgreiningu, nafn og einkenni fyrir guð

og þjóðirnar rifust um sinn sannleika við hvorn annan, ofbeldi varð til
en sannleikurinn var sá að ein þjóð sá guð með bláum gleraugum, önnur þjóð með gulum, enn önnur með bleikum...

Við sjáum öll sannleikann með okkar eigin augum, við sjáum mismunandi mikið blátt og mismunandi mikið rautt...

Virðum sannleika hvors annars alla leið, í samhljómi, einingu og virðum hvort annað, alveg jafn mikið og við virðum okkur sjálf, ekki neitt meira og ekki neitt minna

og til að ljúka stuttu sögunni: það sem gerðist þann 21.12.2012 var að ákveðinni hringrás lauk, öld Fiskanna lauk og það var hinn raunverulegi heimsendir, ný öld var komin inn í það miklu magni að hin öldin er alveg að fjara út, eftir 20 ár, verðum við svo alveg komin inn í öld vatnsberans, og það.. eiga víst að vera alveg gullnir tímar fyrir alla
Öld Vatnsberans er hin gyllta öld, oft kennt við Atlantis, Lemuria og MU (ef þið vitið ekkert um það, lesið ykkur endilega til) og þá munum við læra að búa í friðir, kærleika og hamingju, í sátt við hvort annað, í sátt við náttúruna og allt sem er, því allt er

Smám saman geta allir auðveldlega lært að tileinka sér þetta hugarfar, og treyst því að þetta sé mögulegt, við þurfum að læra að treysta og tengjast hvort öðru á nýjan hátt
Þetta eru þau verkefni sem bíða okkar mannkyns, að læra að fyrirgefa sér eins og öðrum, lifa í friði, sátt,  samkennd, hjálpsemi, ofbeldisleysi og skilyrðislausum kærleika, leyfa hvort öðru að láta ljós sitt skína
það er svo gott að vera góður, ef við erum góð við okkur þá getum við verið góð við aðra
"Fyllum okkar könnu af fersku vatni alla daga og hellum úr henni yfir daginn og skiptum um vatn daglega"

Öld Vatnsberans, er vatnið, mýktin

eins og hugsuður eitt sinn mælti, "vertu eins og vatnið, það eitt getur fundið sér leið gegnum fjöll, en samt alltaf verið mjúkt"

já það var heimsendir, það var mjúkur heimsendir

Elsku vinir, vinsamlega takið frá allavega einn andardrátt með lokuð augu, fyrir
"Hugleiðslu á fullu tungli, föstudaginn 28.des"
alveg sama hvenær, alveg sama hvar, fyrir ykkur sjálf og alla aðra, því við erum öll eitt saman í ljósinu

Búið til ykkar eigin einlægu ósk og bæn, sendið hana út, eins mikið og þið viljið, hvenær sem er eða notið hugleiðslu tillögu 1 (sjá að neðan)

Það er gott að nota fullt tungl til að njóta þeirra óska sem lagðar voru út á nýju tungli til að byrja með, og á fullu tungli er notið óskanna, strax næsta dag er hafinn nýr tunglgangur og tími til að endurnýja óskirnar eða/og leggja fyrir nýjar

Allir geta notið orkunnar á fullu tungli og þakkað fyrir það sem þú ert og fyrir það sem þér hefur verið veitt, svo getur þú endurskoðað stöðuna og lagt fram nýja bæn ef það er eitthvað sem þú sérð að gæti verið betra fyrir lífið þitt, líf heimsins sem þú sérð

Hugleiðslu tillaga 1: 
komið sér fyrir í öruggu og notalegu rými, lokuð augu, afslöppuð staða með beinan hrygg, lófar upp, hvirfill upp
anda inn: "ég bið fyrir friði, kærleika, hamingju
halda inni í 1 sek - vera í þögnni þegar allt er stopp
anda frá: "samkennd, skilyrðislausri ást og fyrirgefningu"
halda andanum frá í 1 sek - vera í þögninni þegar allt er stopp
staðhæfing : "því ég er allt og allt er eitt"

þetta er hægt að gera allt frá einum andardrætti og endurtaka að vild eftir

ef við setjum þessa bæn inní næsta tunglhring sem byrjar næstu nótt á eftir, þá erum við að senda bæn sem allir geta tengt við og vilja samþykkja

gerum heiminn okkar betri saman
því við erum öll eitt

p.s fyrir yogaághugasama:
allir velkomnir í slökunaryoga í Jóga Stúdíó, Seljavegi 2, 2 hæð kl 17:20 sem ég leiði með þessari hugleiðslu
ein <3

Wednesday, October 10, 2012

kærleikurinn

.. er ofarlega í huganum, kærleikurinn er að streyma inn, allir finna fyrir því á einn hátt eða annan, en fyrir marga tekur á að finna fyrir kærleikanum brjóta sér leið inn, því það ýtir öllum til að horfast í augu við sig, og ekki öllum líkar það sem fyrir augu ber

Margir hafa lokað á eitthvað sem hjartað hefur að geyma, en það hefur engu gleymt, stórt eða smátt skiptir engu, allt er jafnmikilvægt að vinna úr
Hvet þá sem eru reiðubúnir, að fara í hjartavinnu með sér, og þótt það taki á þá eru verðlaunin ómetanleg, friður og kærleikur

Fyrir þá sem eru í góðri tengingu við hjartað, hvet ég til að halda áfram á sömu braut og leyfa sér að njóta lífsins

Byrjaðu hvern dag á að gera eitthvað sem þú elskar að gera, og gerðu það, dagurinn verður leikur einn (fallegasta setning sem ég sá í dag)