Wednesday, October 10, 2012

kærleikurinn

.. er ofarlega í huganum, kærleikurinn er að streyma inn, allir finna fyrir því á einn hátt eða annan, en fyrir marga tekur á að finna fyrir kærleikanum brjóta sér leið inn, því það ýtir öllum til að horfast í augu við sig, og ekki öllum líkar það sem fyrir augu ber

Margir hafa lokað á eitthvað sem hjartað hefur að geyma, en það hefur engu gleymt, stórt eða smátt skiptir engu, allt er jafnmikilvægt að vinna úr
Hvet þá sem eru reiðubúnir, að fara í hjartavinnu með sér, og þótt það taki á þá eru verðlaunin ómetanleg, friður og kærleikur

Fyrir þá sem eru í góðri tengingu við hjartað, hvet ég til að halda áfram á sömu braut og leyfa sér að njóta lífsins

Byrjaðu hvern dag á að gera eitthvað sem þú elskar að gera, og gerðu það, dagurinn verður leikur einn (fallegasta setning sem ég sá í dag)