Sunday, March 17, 2013

00:01

Til að svara mörgum spurningum sem eru að berast mér: 
Ef fleiri sáu, heyrðu eða upplifðu umferð og virkni á himnum nú í kvöld og önnur undanfarna mánuðu, í kring um nýtt og fullt tungl ( () ) 
Þá er ljóst að það er greinilega mikið í gangi
innra með okkur og í umhverfinu allt um kring
Sast niður og hugsaði mig um

Kom þá til mín setning frá hugsuði miklum

“Sometimes people don't want to hear the truth because they don't want their illusions destroyed.”

― Friedrich Nietzsche

Nú finnum við öll að eitthvað er að breytast í lífi okkar
Stórar spurningar liggja fyrir hjá okkur
Þær munu hrjá okkur
ef við leitumst ekki eftir að finna svörin
sem við þráum að skilja
Hver er ég? Hvar er ég ? Hvað er ég ?

Leitið ykkar sannleika
ávallt í friði og kærleika
Með innsæið ykkar að leiðarljósi
Því það mun á endanum leiða okkur öll saman
sameinuð á ný

Nú er svo komið að himininn er að opnast upp fyrir okkur, jarðtengið ykkur, hugleiðið fyrir kærleika og frið
Alheimurinn kemur í frið, okkar hlutverk er að taka á móti
og læra að hlúa betur að því sem okkur er gefið
Tökum á móti í skilyrðislausum frið

Já það eru miklar breytingar í vændum, við höfum öll fundið það á okkur
Já það eru breytingar í gangi innra og ytra með þér
á þinn hátt
Já þetta verður allt betra
um leið og þú ferð alla leið útúr síðustu hulunni, leysir síðustu flækjuna, síðasta hlekkinn og finnur púslið í spilinu sem þú ert vafin í
um leið og þú sleppir takinu á því sem heldur aftur að þér
hlúðu vel að þér
veldu kærleika og mýkt
hlúa að og sá
og hún mun umvefja
og hann um hana
við finnum að öll saman
erum við eitt


ég elska ykkur öll
við elskum okkur öll
ég elska mig
því ég elska þig


fylgdu innsæinu
það mun leiða þig
áfram þinn veg


Lullaby fyrir svefninn, djúpan heilandi svefn, hreint hjarta og tæra meðvitund á sannleikanum ♥

bestu kveðjur
gerðuvel - hlýjar kveðjur
Gerðu Yoga

Tuesday, March 12, 2013

Lögmálið Um Vandamál


...svona í umræðunni á lögleiðingu á því sem er í dag ólöglegt, sem er orðin sífellt hærri í samfélaginu, þá er mikið talað um "vandamálið" sem allir eru svo smeikir við, það gæti orðið verra eða hvað?

Það hlýtur allavega að vera merki um framför ef samfélagið er að verða tilbúið til að ræða vandamálin sem herja á fólk alla daga, í einu formi eða öðru
Flestallir upplifa ákveðnar mótsagnir í lífi sínu, ýmis mál koma upp

Hvað gerum við svo varðandi erfiðustu og viðkvæmustu málin?
felum þau með því að gera þau ólögleg, felum þau eins og Eva gerði í sögunni um óhreinu börnin

Með því gerði hún "vandamálið" sitt töluvert verra, börnin urðu huldufólk!
Ef hún hefði bara sýnt Guði óhreinu krakkana...

Þetta lögmál gildir um öll vandamál; þó eitthvað verði gert löglegt þá er vandinn alls ekki sjálfkrafa horfinn eða orðinn meiri/minni
Að sama skapi lagar það ekki nokkrun skapaðan hlut að gera eitthvað ólöglegt/bannað, því þar með ertu búin að henda því inní skáp og enginn veit hvað gerist eftir það!

Ef um vandamál er að ræða þá er orsökin allt önnur en afleiðingin, okkar hinna að veita nærveru og hlú að.
og ættu allir einstaklingar í neyð að geta leytað aðstoðar og ekki átt hættu á að vera dæmdir til refsingar fyrir atferli sitt og tilveru sína

Ef einstaklingur skaðar sjálfan sig eða aðra, á að vera hægt að astoða manneskjuna að breyta til batnaðar

Það er fáránlegt að ætla að segja "bannað/ólöglegt" og telja þar með sig vera fyrir ofan það hafin að viðurkenna vandann og gera sitt besta til að taka á honum

Hversu lengi ætlum við að halda áfram að skaða hvort annað með dómhörkunni, það væri nær lægi að líta í eigin barm og athuga hvort við eigum ekki eitthvað í hjartanu okkar til að horfast í augu og standa saman með hvert öðru

Við höfum öll fallegar gjafir að gefa, sumir hafa bara gleymt hvar þessar gjafir eru faldar og hvernig á að gefa þær
Þegar þú gefur öðrum gjöf frá hjartanu, gefur þú þér gjöf
<3