Sunday, February 17, 2013

Frelsaðu hugann


Undanfarið hefur hugleiðsla verið áberandi, slökun ýmisskonar og fleira tengt
Eftir að hafa iðkað hugleiðslu undanfarið hefur ýmislegt komið í ljós og í dag sá ég athyglisverða mynd sem ég tengdi við einn helsta tilgang hugleiðslu

Sunnudagsmyndin var "the matrix" (sem tók mig 13 ár að verða tilbúin að meðtaka)
Mjög athyglisverð mynd með umhugaverða ádeilu, hvet eindregið alla til að sjá hana,
-mér þykir þó alltaf leitt að sjá þá tímans raun, þegar vopn eru eina leiðin gegn óréttlæti

Ein setning í myndinni sat sterklega eftir:

"the body can not live without the mind in the matrix - free yourself from the matrix"

Öll erum við að leita að sannleikanum, sumir gefast þó upp á leiðinni og gefa eftir inn í veraldlega heiminn (maya) því leiðin er löng... við vitum yfirleitt ekki einu sinni hvar við eigum að leita

Eitt er þó víst að þegar við uppgötvum að hvorki hugurinn né líkaminn segja til um hvað eða hvar við erum, þá erum við farin að skilja að það er sjálfið/sálin sem sendir öll boð til huga og líkama

Hugleiðsla er leið til að komast að sjálfinu sem veitir sannleikann og svörin
Ég hvet alla til að veita sér slökun amk einu sinni í viku og skynja það sem hjartað slær fyrir,
hugleiðsla hefur ekkert með leiðslu að gera, sjálfið einfaldlega þjálfast í að leiða hugann, saman hönd í hönd

Hugurinn er ekki óvinur okkar, en margir hafa einhvertíman á lífsleiðinni gefið eftir og þá getur utanaðkomandi áreiti leitt huga manneskjunnar inn í ákveðna mótun/formun
Í þannig ástandi höfum við upplifað fordóma gagnvart okkur sjálfum og öðrum

Hugleiðsla leysir okkur undan flækjum sem þessum og fölskum sýnum

Við þurfum ekki að álasa okkur fyrir að hrasa eða falla um staðalímyndir þess samfélags sem við búum við, lærum samt að standa upp og læra af fallinu til þess að forðast endurtekningu,
- allt sem ekki er orðið, má forðast

Ef við fylgjum okkar sannleika og þeim svörum sem fást gegnum hugleiðslu, náum við að rétta okkur af. Þá látum við okkur fátt um finnast um efnisheiminn, við skiljum að hamingjan, kærleikurinn og friðurinn kemur innanfrá

Til þeirra er hugleiða og ætla að hefja slíka iðkun, vil ég segja eitt :

Treystu þeirri sýn sem þú upplifir þegar þú finnur að hjartað slær í takt, það krefst hugrekkis að ganga áður óþekkta slóð

- Om Shanti - er hentug mantra fyrir grunnhugleiðslu, en það táknar " ég er friðsæl sál"

Eina leiðin til að frelsa hugann og þar með likamann, er að komast að sálinni og leyfa henni að leiða þig áfram, þinn veg

<3

No comments:

Post a Comment