Tuesday, March 12, 2013

Lögmálið Um Vandamál


...svona í umræðunni á lögleiðingu á því sem er í dag ólöglegt, sem er orðin sífellt hærri í samfélaginu, þá er mikið talað um "vandamálið" sem allir eru svo smeikir við, það gæti orðið verra eða hvað?

Það hlýtur allavega að vera merki um framför ef samfélagið er að verða tilbúið til að ræða vandamálin sem herja á fólk alla daga, í einu formi eða öðru
Flestallir upplifa ákveðnar mótsagnir í lífi sínu, ýmis mál koma upp

Hvað gerum við svo varðandi erfiðustu og viðkvæmustu málin?
felum þau með því að gera þau ólögleg, felum þau eins og Eva gerði í sögunni um óhreinu börnin

Með því gerði hún "vandamálið" sitt töluvert verra, börnin urðu huldufólk!
Ef hún hefði bara sýnt Guði óhreinu krakkana...

Þetta lögmál gildir um öll vandamál; þó eitthvað verði gert löglegt þá er vandinn alls ekki sjálfkrafa horfinn eða orðinn meiri/minni
Að sama skapi lagar það ekki nokkrun skapaðan hlut að gera eitthvað ólöglegt/bannað, því þar með ertu búin að henda því inní skáp og enginn veit hvað gerist eftir það!

Ef um vandamál er að ræða þá er orsökin allt önnur en afleiðingin, okkar hinna að veita nærveru og hlú að.
og ættu allir einstaklingar í neyð að geta leytað aðstoðar og ekki átt hættu á að vera dæmdir til refsingar fyrir atferli sitt og tilveru sína

Ef einstaklingur skaðar sjálfan sig eða aðra, á að vera hægt að astoða manneskjuna að breyta til batnaðar

Það er fáránlegt að ætla að segja "bannað/ólöglegt" og telja þar með sig vera fyrir ofan það hafin að viðurkenna vandann og gera sitt besta til að taka á honum

Hversu lengi ætlum við að halda áfram að skaða hvort annað með dómhörkunni, það væri nær lægi að líta í eigin barm og athuga hvort við eigum ekki eitthvað í hjartanu okkar til að horfast í augu og standa saman með hvert öðru

Við höfum öll fallegar gjafir að gefa, sumir hafa bara gleymt hvar þessar gjafir eru faldar og hvernig á að gefa þær
Þegar þú gefur öðrum gjöf frá hjartanu, gefur þú þér gjöf
<3

No comments:

Post a Comment