Sunday, July 7, 2013

"Guðskynjun"

Nýlega sá ég nokkra mjög áhugaverða heimildamyndaþætti úr seríu sem kallast á ísl "Gegnum ormaholuna" og er þáttaskýrandi Morgan Frímann, sem setur skemmtilegan vinkil á þættina

Í einum þá er fjallað um svokallaða "Guðskynjun"  sem er besta lýsingarorðið sem ég fæ þýtt, en lýsir einmitt því ástandi sem fólk getur upplifað og er best lýst sem tengingu við guð, almættið, eininguna eða hvað sem við kunnum að kalla það

Vísindamaður einn hefur varið miklum vangaveltum í að rannsaka "Guðskynjun" og í gegnum starf sitt sem sérfræðingur, rannsakað heilann og komist að þeirri niðurstöðu að hægt sé að kortleggja svæði í heilanum sem virkast við þessa tengingu við eininguna, guð...
Rannsóknin hefur verið margreynd og felst í að fylgjast með heilalínuriti hjá sjálfboðaliða sem er ein í myrkvuðu, einangruðu herbergi með bundið fyrir augun og slappar af í þægilegum stól
Sjálfboðaliðinn staðfestir það sem heilalínuritið sýnir, en hún sagðist hafa upplifað óvænta tengingu við þessa miklu tengingu

Það áhugaverða við þetta er sú hugmynd um að guð, einingin... búi innra með okkur, hverju og einu
Þessa tengingu má sækja því að hugleiða, biðja eða jafnvel einungis staldra við einn andardrátt og tengja

Mannfólkið glímir í dag við stærstu spurningar lífsins, við veltum fyrir okkur hvað er ég, hvaðan er ég og hvað er ég? Við förum öfganna á milli, eigum ekkert en viljum allt
Og er eitthvað að fara að bjarga okkur þegar yfir líkur, jafnvel einhver til að leita til í daglegu lífi, eitthvað sem tekur við, einhver sem dæmir?
"Ef þú finnur þörf fyrir að benda og dæma annann, líttu þá á hendina sem bendir og vittu hvað margir fingur benda á þig"

Að leita innávið, benda skynfærunum innávið og draga andann djúpt, þá gerist eitthvað
Örvun verður á tilteknu svæði í heilanum, það ljómast upp, virkjast
Þessi tenging er kunnug fjölda fólks, jafnvel öllum, vonandi

Í þannig ástandi verður allt skýrt, áhyggjulaust og einfalt
þannig má virkja vitund sína til að vera vakandi
Hver og ein mannvera upplifir sína sérstöku tengingu við guð, orkuna...
Því við sjáum öll með sitthvorum skynfærunum
margir tengja líka við sannleika annarra og njóta allra hliða
virða að öll höfum við rétt á eigin upplifunum

Guðskynjun er einning tengt við sjötta skilningarvitið, sem augljóslega tengist þriðja auganu sem tengist innsæinu og inn að heilaköngli


Í 3.sútru Patanjali segir "Tada Drishthuhu Swarupe Avasthanam" sem myndi útleggjast á ensku sem Then the observer sees the state of its own nature - sá sem fylgist með skilur sitt eigið eðli"
Í útskýringum á þessari sútru er gjarnan notað dæmið um að í myrkrinu geti kaðall litið út eins og snákur - Hér er þá átt við að óttinn skapar hræðslu við einhverju sem ógnar öryggi okkar

Óttinn heldur mörgum í höftum, hræðslan kemur líka í veg fyrir að annars góðhjartað fólk stígi upp fyrir náunganum í nauð

En við hvað erum við hrædd og hverju þurfum við að láta bjarga okkur frá...

Innávið býr allt sem er svaravert
Góð leið til að beina skynfærunum innávið og rannsaka guðskynjun, er að koma sér fyrir eða staldra við standandi/sitjandi, helst á friðsælum stað og jafnvel loka augum, anda djúpt og byrja að fylgjast með 

ein <3


ada Drishthuhu SwarupeavasthanamA
Sutra 3. Tada Drishthuhu Swarupeavasthanam
Tada = then
Drishthuhu = the observer
Swarupe = own nature
Avasthanam = the state
Then the observer sees the state of its own nature
Here Patanjali explains that after a diligent yoga practice the practitioner is able to see its true nature.
The observer means the real self. We mostly believe that we are our body, our name, our ego or personality, some even believe that we are our mind, for example lets see the conversation between a teacher and a student:
- See more at: http://www.arhantayoga.org/blog/yoga-sutra-of-patanjali-sutra-3/#sthash.BQL6SZGD.dpufÁ tímum tækni og vísinda, tvíhyggju og þar fram eftir... er vert að veita sér þó ekki væri nema eina stund, öðru hverju til að tengja, anda djúpt og sleppa takin

No comments:

Post a Comment